Íslenskir framhaldsskólar bjóða upp nám í áfanga- eða bekkjakerfi, sem veitir undirbúning fyrir frekara nám eða starfsréttindi.
Nám í framhaldsskóla er ekki skylda en öll eiga rétt á skólavist til 18 ára aldurs.
Opið fyrir umsóknir
Starfsbrautir: 1. febrúar – 28. febrúar
Innritun eldri nema: 14. mars – 26. maí
Innritun nemenda úr grunnskóla: 25. apríl – 10. júní
Svona sækir þú um
Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum (nemanda eða forsjáraðila).
Umsækjandi byrjar á því að samþykkja gagnaöflun þar sem meðal annars eru sóttar persónuupplýsingar úr þjóðskrá.
Sótt er um tvo skóla og tvær brautir innan hvers skóla. Möguleiki í boði fyrir nemendur úr 10. bekk að bæta við vali á þriðja skólanum.
Settu fylgigögn með umsókninni ef þess þarf. Dæmi um fylgigögn eru:
Vottorð eða sérstakar upplýsingar um sértæka námsörðugleika
Námsferil úr erlendum skólum og sértækum skólum. Einnig má senda slík gögn til viðkomandi skóla með pósti eða biðja viðkomandi grunnskóla um að senda þau.
Ekki skal senda greiningargögn og prófskírteini úr grunnskóla með umsóknum.
Þegar grunnskólum hefur verið slitið í vor flytjast skólaeinkunnir (lokavitnisburður) nemenda rafrænt til þeirra skóla sem þeir sóttu um hjá.
Skilyrði
Til að geta byrjað nám í framhaldsskóla þarftu að hafa lokið grunnskólanámi, grunnskólaprófi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða vera orðin 16 ára.
Við hvetjum nemendur eindregið til að skoða inntökuskilyrði þeirra skóla sem þau hafa áhuga á áður en sótt er um. Inntökuskilyrðin má sjá á heimasíðu viðkomandi skóla.
Hvað gerist næst?
Eftir að innritun lokar, er ekki hægt að breyta umsókn.
Framhaldsskólar velja inn nemendur út frá þeim viðmiðum sem viðkomandi skóli hefur sett.
Staðfesting á skólavist
Framhaldsskólinn sem samþykkir umsóknina þína sendir þér
staðfestingu á skólavist
greiðsluseðil fyrir innritunargjöldum með tilgreindum greiðslufresti
Ef þú greiðir ekki gjaldið á réttum tíma er litið svo á að þú þiggir ekki veitta skólavist og afsalir þar með rétti þínum til skólavistar á viðkomandi önn.
Ef þú færð ekki skólavist
Fái umsækjandi ekki skólavist í þeim skólum sem sótt var um sér Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um að tryggja öllum undir 18 ára skólavist.
Stefnt er að því að öll hafi fengið skólavist fyrir lok júní 2025.
Á heimsíðum framhaldsskólanna er að finna allar upplýsingar um inntökuskilyrði, félagslíf, námsframboð og ýmislegt fleira. Við hvetjum nemendur eindregið til að skoða inntökuskilyrði þeirra skóla sem þau hafa áhuga á áður en sótt er um.
Einkunnir úr grunnskóla eru sendar sjálfkrafa til framhaldskóla.
Ef þú ert eldri nemandi og ert að skipta um framhaldsskóla mun fyrri námsferill fylgja þér áfram.
Nei. Nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla þurfa að velja tvo skóla og hafa svo möguleika á að velja þann þriðja.
Upplýsingar um stöðu umsóknar má sjá í pósthólfi þínu hjá Stafrænu Íslandi. Þar munu birtast svör varðandi skólavist.
Hægt er að breyta umsókn á meðan innritunartímabil er opið. Ekki er hægt að breyta umsókn að innritunartímabili loknu. Ef þú ert yngri en 18 ára fær forsjáraðili þinn tilkynningu um að umsókn hafi verið breytt.
Já, inni í umsóknarkerfinu er hægt að eyða umsókn. Ef þú ert yngri en 18 ára fær forsjáraðili þinn tilkynningu um að umsókn hafi verið eytt.
Öll sem eru að koma úr grunnskóla fá að vita niðurstöðu innritunar á sama tíma, þ.e. seinnipart júní.
Ekki er nein föst tímasetning vegna niðurstöðu innritunar á starfsbrautir, eða varðandi innritun eldri nemenda, og fá ekki öll svar á sama tíma.
Ef þú kemst ekki inn í skólann sem þú settir í fyrsta val verður umsóknin skoðuð fyrir næstu skóla í röðinni þinni. Fái umsækjandi ekki skólavist í þeim skólum sem sótt var um sér Miðstöð menntunar og skólaþjónustu um að tryggja öllum undir 18 ára skólavist.
Það er aðeins einn skóli sem bíður nemendum pláss. Ef fyrsta val nemanda er samþykkt dettur viðkomandi út hjá öðru vali. Ef nemanda er hafnað í fyrsta vali fær skóli í vali tvö umsóknina til úrvinnslu. Það er sem sagt ekki hægt að fá inni í tveimur skólum.
Með sama hætti og aðrir, með rafrænum skilríkjum sínum eða forsjáraðila. Ef þau eru ekki til staðar er hægt að hafa samband við Miðstöð menntunar og skólaþjónustu í gegnum netfangið innritun@midstodmenntunar.is og fá aðstoð. Þegar umsókn er skilað er gott að hlaða upp nýjustu einkunnum sem nemandinn hefur fengið hjá skólanum sínum erlendis. Að loknum skilum mælum við með að haft verði samband við skólann/skólana og hann/þeir látinn/látnir vita af umsókninni. Svo þarf að fá upplýsingar um hvaða gögnum sé best að skila svo umsókninni verði ekki sjálfkrafa hafnað vegna ónógra upplýsinga.
Síðastliðin ár hefur umsóknartímabilið verið í febrúar. Þegar því lýkur hefst vinna við að finna öllum nemendum skólavist. Það getur tekið nokkurn tíma og því er ekki hægt að segja til um hvenær þær niðurstöður liggja fyrir til þess að skólarnir geti haft samband við umsækjendur til að bjóða þeim skólavist. Við reynum að klára þessa innritun sem allra fyrst og viðmið okkar er að allir nýnemar séu komnir með skólapláss þegar niðurstöður almennrar innritunar eru birtar.
Þetta á aðeins við eldri nemendur og þeir sækja þá um á umsóknartímabili eldri nemenda. Við ráðleggjum nemendum þó að segja ekki skólaplássinu sem þeir eru með lausu fyrr en þeir vita hvort þeir fá inni í þeim skóla sem þeir sækja um. Annars geta þeir lent í því að vera án skóla á nýrri önn.
Í sumum tilvikum eru skólar ekki búnir að afgreiða umsóknir áður en þarf að greiða skólagjöld í núverandi skóla og mælum við með að þau séu greidd til öryggis. Þau eru þó aldrei endurgreidd.